Bastard

Bjórar, kokteilar, vín og veitingar

Skoða Matseðil
Vegamótastígur 4

Um Bastard

Við bruggum okkar eigin bjóra

Á Bastard erum við með bruggsmiðju sem við bruggum okkar eigin bjóra. Við erum nú með tvo bjóra sem við ætlum að byrja að keyra á ásamt á annan tug bjóra frá öðrum brugghúsum og góðu úrvali af bjór á flöskum. Einnig eru metnaðarfullir craft kokteilar á boðstólnum þar sem meðal annars er búið að gera stílfæringu á drykkjum eins og Moscow Mule og Aperol Spritz. Mikið úrval er af hinum ýmsu romm-, viskí- og gintegundum ásamt fjölda af mismunandi stílum af tonic og ævintýralegum gin og tonic pörunum.

Eldhúsið

Eldhúsið er opið 11.30 til 22 alla daga. Á matseðlinum er boðið upp á rétti eins og stökk “flatbread” í ýmsum útfærslum, smá-taco, hamborgara, kjúkling Louisiana, osta- og kjötskurðarplatta og fleira. Eins verður hægt að frá Brunch og fisk dagsins fyrri part dags.

Tónlistin

Tónlistin er lífleg og þægileg þar sem saman koma rokk, soul, fönk og diskó. Plötusnúðar eru að spila fram á nótt um helgar. Opið er frá hádegi alla daga fram á nótt um helgar og happy hour alla daga frá 16-19.

Hafa Samband

Vertu velkominn á nýja staðinn okkar

Hjá okkur er opið alla virka daga frá 11:30 til 01:00 en frá 11:30 til 04:00 um helgar.

Vegamótastígur 4
101 Reykjavík
Iceland